top of page
helga-ljósmóðir-2-1024x683.jpg

Umsagnir

“Ég og kærastinn minn fórum á fæðingarnámskeið hjá Helgu Reynisdóttir þegar við áttum von á okkar fyrsta barni. Námskeiðið var mjög fróðlegt og lærðum við mikið um það sem við vissum ekki fyrir. Fyrirlesturinn var mjög ítarlegur og hjálpaði okkur mikið í undirbúningi og aðdraganda fæðingar. Við gátum nýtt okkur fræðsluna í ákvörðunum sem teknar voru fyrir fæðinguna, t.d. að taka upplýsta ákvörðun um að fá eða sleppa mænudeyfingu.

Helga sjálf er með virkilega góða nærveru, er mannleg og mikill fagmaður á sínu sviði. Það að fá fræðslu frá ljósmóður fyrir svona stóra stund í sínu lífi er eitthvað sem við mælum mikið með, sérstaklega frá Helgu sem kemur málefninu svo vel frá sér. Við vorum mjög örugg þegar kom að fæðingunni að miklu leiti þökk sé henni. Við gætum ekki mælt meira með Helgu sem fagmanni!

-Stefanía og Óðinn”

“Takk kærlega fyrir ítarlegt og geggjað fæðingarnámskeið í gær. Maður er auðvitað alltaf búinn að kynna sér fæðingar en það  kom fram fullt af fróðleik sem við vissum ekki og kom okkur á óvart! Pabbinn er líka miklu rólegri yfir þessu ferli þar sem hann veit núna hverju hann gæti átt von á með inngripum og er mjög spenntur að fá sitt hlutverk í fæðingunni. Takk kærlega fyrir okkur!”

“Hæ Helga! Takk kærlega fyrir alveg meiriháttar námskeið, við erum bara alveg í skýjunum með þetta! Svo gott hvað þú kemur inn á marga þætti og við lærðum alveg fullt af þessu, ótrúlega magnað allt saman og þú ert auðvitað bara æðisleg og svo gott að hlusta á þig, alger snillingur.”


“Ótrúlega fræðandi og skemmtilegt námskeið. Very educational and a good course!

Anna Þuríður Sigurðardóttir”


“Hæ Helga.

Langaði bara til að senda á þig smá línu og segja þér hvað við vorum ánægð  með að hafa skráð okkur á námskeiðið hjá þér í gær. Þó svo að ég sé ekki komin nema rétt rúmar xx vikur þá var þetta mjög gagnlegt og fullt af upplýsingum og atirðum sem maður var ekki einu sinni byrjuð að hugsa út í en mun svo sannarlega koma okkur að góðum notum. Við vorum mjög ángæð með að þú talaðir um það sem gæti farið úrskeiðið eða þau inngrip sem gæti þurft til í fæðingu ásamt því hvað það er mikilvægt að rækta sambandið enn betur á meðgöngunni. Erum mjög þakklát fyrir að hafa náð að skrá okkur hjá þér áður en þú ferð í fæðingarorlof :)”


“Hææ Helga! Langaði að þakka þér fyrir frábæran fyrirlestur, við lærðum alveg helling á þessum fyrirlestri, mér fannst frábært hvað ég þurfti ekki að spyrja þar sem þú fórst svo vel yfir alla punktana. Ég verð að segja að þú náðir að papa mig upp. Takk æðislega fyrir allt! Þið ljósmæður eigið skilið allt það besta, án djóks, þið eruð svo mikilvægar og án ykkar þá veit ég ekki hvernig þetta væri hægt. Væri til í að gefa þér eitt risa stórt high five! Takk enn og aftur, mun mæla með þér!”

“Mjög ítarlegt og fræðandi námskeið. Mæli klárlega með fyrir verðandi foreldra

Sylvía Rut Þorsteinsdóttir”

“Ohh ég eignaðist dóttur fyrir rúmlega ári síðan og það var svo mikið svekkelsi að hún kom ekki í heiminn fyrr en eftir að vaktin þín var búin. Við vorum nenfilega ekki alveg búin að ákveða nanfið hennar fyrir fæðinguna en eitt  nafnið sem vorum í pæla í var einmitt Helga og við ákváðum það nánst um leið og þú komst til okkar að við ætluðum að skíra stelpuna okkar Helgu ef þú tækir á móti henna, síðan þó að það varð ekki raunin þá heéldum við okkur samt við nafnið því okkur fannst þú svo yndisleg.”


“Skemmtilegt og fræðandi námskeið. Mæli með.

Kristín Guðmundsdóttir”

bottom of page